Saga Fenris

Fenrir er bifhjóla­klúbbur Frímúrara á Íslandi. Allir bræður í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi geta gerst félagar í Fenri en fjölskyldu­með­limir og gestir félags­manna eru jafnan velkomnir í alla hjólatúra og ýmsar uppákomur á vegum klúbbsins.

Klúbburinn var stofnaður á sumar­daginn fyrsta, þann 24. apríl 2008. Fimmtíu stofn­fé­lagar mættu til fundarins með góðar hugmyndir og kraft­mikla framtíð­arsýn í farteskinu. Starfsemi klúbbsins hefur verið blómleg síðan og þátttaka félags­manna góð. Núverandi félagar í Fenri eru u.þ.b. eitt hundrað og tíu og eru þeir búsettir vítt og breitt um landið þó flestir búi á suðvestur horninu. Fenrir er því með fjölmennustu og virkustu mótor­hjóla­klúbbum á landinu. Heiðurs­félagi og félagi nr. 1 í Fenri er br. Valur Valsson SMR.

Starfsemi klúbbsins er að mestu á þeim tíma sem almennt frímúr­arastarf liggur niðri þ.e.a.s. á sumrin enda býður íslenskt veðurfar ekki upp á mikla hjóla­mennsku á öðrum árstímum. Hjóla­dagar Fenris eru 1. og 3. þriðju­dagur í mánuði frá maí til október ár hvert og hjóla þá félagsmenn og gestir saman bæði lengri og styttri ferðir. Gjarnan er stoppað á áhuga­verðum stöðum og ávallt er fundinn tími fyrir spjall og félagsleg samskipti. Þegar vorar hittast félagar gjarnan og rifja upp hjóla­tækni, örygg­ismál og viðhald hjóla sinna en á sumrin er fyrst og fremst „burrað“.

Tilgangur kúbbsins er að koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjóla­fólks, innan vébanda Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, gæta hagsmuna þeirra, efla bróðurkærleik þeirra á milli og stuðla að ánægju­legri bifhjóla­menningu, m.a. með því að:

standa fyrir fræðslu um umferðaröryggi bifhjóla­fólks;
standa fyrir skipu­lögðum bifhjóla­ferðum félags­manna;
efna til félags­starfsemi s.s. funda og mannfagnaða.

Markmið klúbbsins eru m.a. að:

Efla bifhjóla­menningu meðal félags­manna klúbbsins
standa fyrir skipu­lögðum uppákomum fyrir félagsmenn s.s. félags­fundum, hópkeyrslum o.fl. í þeim dúr
auka umferðaröryggi meðal félags­manna klúbbsins
standa fyrir ýmisskonar fræðslu­starfsemi m.a. um umferðaröryggi, bifhjól og bifhjóla­menningu o.fl.

Til að gerast félagi í Fenri þarf að senda beiðni um inngöngu með tölvu­pósti á Árna Sörensen féhirði –arnisor@simnet.isgjaldkeri.fenrir@frimur.is

Stjórn Fenris 2024-2025:
Formaður: Atli Vilhjálmsson – fenrirfrimur@hotmail.com
Ritari: Reynir Kristjánsson – ritari.fenrir@frimur.is
Gjaldkeri: Árni Sörensen – arnisor@simnet.is
Meðstjórnandi: Sigurður Örn Magnússon
Meðstjórnandi: Arnbjörn Arason
Varamaður: Hannes Gilbert